Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, February 22, 2007

Nói á Indlandi

Var að tala við einn indverskan kunningja minn á msninu um daginn. Hann spurði mig hver væri uppáhalds íslenska kvikmyndin mín. Svaraði eins og skot að það væri Nói albínói. Nokkrum dögum seinna talaði ég svo aftur við hann og þá hafði hann náð að útvega sér myndina og séð hana. Gaf henni góða dóma en var nokkuð ringlaður hvað varðar endinn. Ég var á aftur á móti hinn ánægðasti yfir áhuga hans á íslenskri menningu.

Stuttu seinna töluðum við svo aftur saman. Þá hafði hann sýnt allri fjölskyldu sinni myndina sem og hálfum skólanum sínum. Endirinn var gjarnan ræddur en fólk var almennt mjög hrifið. Athyglisverður samanburður tveggja menningarheima hafði einnig átt sér stað.

Get ekki gert að því en mér finnst eitthvað stórmerkilegt við þetta allt saman. Þetta er kannki ekkert svo merkilegt? Veit ekki? Eitt er þó víst að Íslendingar elska að láta taka eftir sér út í hinum stóra heimi. Það er þó venjulega í gegnum umfjöllun fjölmiðla og komu frægra einstaklinga til landsins. Þetta er eitthvað annað. Fólk sem hefur ekki nokkurn einasta kost á að tjá sig á opinberum vettvangi og hvað þá að heimsækja allt í einu landið er þessa stundina að skeggræða örlög hins seinheppna Nóa.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home