Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Sunday, February 04, 2007

Ný önn

Já það hefur lítið átt sér stað á þessu bloggi. Það er skólinn. En líka áhugaleysi tilkomið vegna blogga í tengslum við mbl.is. Það er ekki sniðugt fyrirbæri. Þegar ég les fréttirnar þá hef ég engann áhuga á að vita hvað einhver jón eða jóna úti í bæ finnst um málið. Að sjálfsögðu les ég ekki þessar skoðanir fólks um fréttina en það er nógu pirrandi að sjá fyrirsagnirnar.

En nóg komið af pirringi og fréttirflutningur af sjálfum mér. Við, sem myndum fjöllistahópinn “Party of five” erum orðin fræg í sveitafélaginu Árborg. Okkur leiðist það ekki og tölum við mikið um það okkar á milli en leyfum einnig öðrum að skyggnast inn í hinn margbreytilega hugarheim okkar. Bíð spenntur eftir að keyra í gegnum Selfoss, stoppa á Bæjarins bestu og gefa pyslumanninum (eða pylsukonunni) eiginhandaráritun.

Það sem skaut okkur svo skyndilega upp á stjörnuhimininn var þátttaka okkar í samkeppni um nýjan miðbæ á Selfossi. Þar hlutum við verðlaun, reyndar ekki þau fyrstu og heldur ekki 2. verðlaun. Ekki heldur 3. verðlaun heldur 1. innkaup. Það eru eiginlega 4. verðlaun, svona eins og íslenska handboltalandsliðið þegar það er upp á sitt besta. En þetta er engu að síður mikill heiður. Tillagan er sem sagt keypt inn og þá verður hugsanlega eitthvað af henni notað.

Annars er byrjuð ný önn í arkitektaskólanum. Sú níunda og næst síðasta önnin. Þeirri áttundu lauk núna síðastliðinn miðvikudag með kritik. Þar var mikið um hrós og margt flott sagt. Stoppa hér svo þetta fari nú ekki út í tómt mont. Engu að síður ánægjulegt og hvetjandi.

En árið í ár er það síðasta þar sem ég er ekki-arkitekt. Eftir það verð ég skilgreindur það sem eftir er ævi minnar. Spáið í því.

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Flott, Bjarkiekkitekt...

gamli

February 5, 2007 at 12:47:00 PM GMT+1

 
Blogger Unknown said...

Ekki-arkitekt, ekkitekt, erkitekt, Eyþórtekt...
jæja, ég ætti að nema hér staðar.

February 6, 2007 at 1:02:00 AM GMT+1

 
Blogger hs said...

alltaf gaman þegar vel gengur !
til lukku með þetta , næstumþvíarkitekt.
hs

February 7, 2007 at 6:06:00 PM GMT+1

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Takk takk. Já, það satt, hér er gaman.

February 7, 2007 at 6:58:00 PM GMT+1

 
Blogger Dilja said...

Bjarki hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór?

Til hamingju aftur með 1.innkaup! og takk fyrir síðast...
nú er ég komin á klakann og geri mest lítið annað en að dásama nýju bensínstöðina við BSÍ, allt þér að þakka;)

February 9, 2007 at 2:21:00 AM GMT+1

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Þetta er góð spurning með hvað ég ætla að verða. Já og sömuleiðis takk fyrir síðast. Ég treysti því að þú safnir saman aktavistum og umhverfissinnum og mótmælir þessari dásamlegu bensínstöð:)

February 10, 2007 at 3:44:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home