Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Friday, January 12, 2007

Grátt

Það gékk ekkert sérstaklega vel að lýsa eftir arkitektúr ársins. Að mörgu leyti skiljanlegt, erfitt er að setja arkitektónískt verk í samhengi við eitt ákveðið ár. Hafði þó vonast til að einhver hefði rekist á eitthvað sökum þess hversu gríðarlega er mikið byggt, nú á tímum góðæris.

Móðir mín og ég gerðum okkar tilraun til að finna arkitektúrinn í nýju hverfum borgarinnar, á íslenskum rigningardegi í jólafríinu. Ný byggð lagaði sig vel að grárri veðráttunni. Allt var grátt, þangað til við keyrðum í átt að leikskólanum sem málaður var í skærum litum. Litir eiga nefnilega að örva sköpunarkraft litlu barnanna. En af hverju á leikskólinn að vera eina skemmtilega byggingin í hverfinu? Það ætti frekar að snúa þessu við, hafa litríkt hverfi en gráan leikskóla sem börnin fá svo sjálf að mála.

Vil síður en svo kenna lélegum arkitektum um dapurleg ný hverfi. Þetta er nýr stíll í íslenskri byggingarlist, verktakastíllinn. Þessi nýja stefna gengur út á að spara sem mest í hönnunarkostnað en stuðla þess í stað að auknu fjármagni í hendur einstakra aðila. Listamenn þjóðarinnar reyna hvað þeir geta að fá botn í þessa nýju stefnu. Ekkert gengur.

Þó er margt gott að gerast í arkitektúr á Íslandi. Kennarar á deildinni minni stóðu fyrir sýningu í skólanum um daginn. Þar voru dregin fram nýleg dæmi um byggingar á Íslandi þar sem fjölmargt gott bar á góma. Frá og með 12. janúar verður sýning þessi í Ráðhúsi Reykjavíkur og mæli ég eindregið með að fólk mæti á staðinn.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Núna er allt hvítt kallinn minn......

January 12, 2007 at 2:04:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home