Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Sunday, February 11, 2007

Meira um samkeppni á Selfossi

Svona í beinu framhaldi af síðustu færslu þá langar mig að gefa upp link á heimasíðu Arkitektaskólans þar sem nú er að finna pdf skjal af samkeppnistillögu okkar um miðbæ Selfoss. Klikkið þar sem stendur, hér. Ykkur lesendum gefst nú kostur á að skoða tillöguna okkar gaumgæfulega, þar sem unt er að “zooma” inn og út í acrobat reader.

Ennfremur langar mig að gefa ykkur link á tillögurnar sem komust á verðlaunapall. Ljómandi gaman að skoða þessar tillögur og bera saman við okkar. Vinningstillagan er að mínu mati sú besta. Margt í henni líkist okkar en ég verð þó að segja að hún er betur unnin. Í öðru sæti var hinn sjóðheiti rithöfundur, Andri Snær Magnússon, meðal höfunda. Þau buðu upp á ljóð á upphenginu og vel skrifaða greinargerð með margar góðar vangaveltur. Þriðja sætið er sömuleiðis nokkuð gott.

Nú svona eftir á hefðum við viljað gera margt betur. Engu að síður nokkuð sáttur við árangurinn. Reyndar mjög ánægður með margar af hugmyndum okkar þegar litið er tilbaka.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Orð geta ekki lýst því hvað ég er kominn með mikið ógeð af öllu sem Andri Snær kemur nálægt.
-obi

February 13, 2007 at 2:54:00 AM GMT+1

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Er síður en svo sammála þessu. Það er nefnilega alltaf ánægjulegt þegar fólk kastar fram fullt af áhugaverðum hugmyndum með jákvæðan undirtón. Líka bara gaman að hann sýni Selfossbæ áhuga með að vera með í samkeppninni.

February 13, 2007 at 3:22:00 PM GMT+1

 

Post a Comment

<< Home