Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Tuesday, March 20, 2007

Ekki meira ál

Vil benda fólki á að skrifa undir þjóðarsáttmálann. http://framtidarlandid.is/sattmali Kominn tími til að staldra aðeins við og spyrja sig, hvað á Ísland að vera? En nóg um það, held að einhver hafi bloggað um þetta áður.

En ég vil líka nota tækifærið til að hvetja fólk til að sniðganga nýju Esso bensínstöðina við hringbrautina. Annars vegar til að mótmæla stefnuleysi borgaryfirvalda í skipulagsmálum sem og samfélagslegu ábyrgðarleysi olíurisans.

Já. Annars bara hvet ég fólk enn og aftur að srifa undir sáttmálann. Bið fólk vel að lifa.

2 Comments:

Blogger Unknown said...

Er búin ad skrifa undir, ertu ekki ánægður með mig?
Kv. Mína

March 29, 2007 at 12:00:00 AM GMT+2

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Jú. Gott gott.

March 29, 2007 at 7:35:00 PM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home