Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Tuesday, July 24, 2007

Ægisíða og Faxaskjól

Þar sem Ægisíða mætir Faxaskjóli er grasvöllur með fótboltavelli og styttu. Hef ekki orðið var við að völlurinn sé mikið notaður. Vellir af þessu tagi þykja ekki svalir eftir að KSÍ taldi sér trú um að svokallaðir sparkvellir gætu fleytt Íslendingum á topp hundrað lista yfir góðar þjóðir í fótbolta. Um daginn var þó svo sannarlega vottur um líf á þessum velli. Fjöldi Indverja hafði yfirtekið völlinn. Mörkin voru þó ekki notuð, enda óþörf með öllu í kriket.

Var nú heldur betur hissa en svo sannarlega glaður í bragði. Fékk mig til að hugsa um liðna tíma á Indlandi þar sem kriket var oftar en ekki áberandi. Nú voru þeir bara mættir, á Ægisíðuna okkar.

Gæti fabúlerað um þetta en vel að gera það ekki.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home