Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, May 20, 2010

Samhengi hlutanna

Þar sem þetta blog hefur legið í nokkrum dvala að undanförnu langar mig nú til að endurvekja það, þó með breyttu sniði. Áhersla er nú lögð á svokallaðar arkitektónískar getraunir sem ég tel að geti verið nýr vinkill á umræðu um arkitektúr og skipulagsmál hér á landi. Ég hef einu sinni prófað getraun af þessu tagi fyrir nokkrum árum á blogginu sem má sjá hér. Eins og sjá má kom nokkuð af skemmtilegum athugasemdum og er það von mín að svo verði áfram nú.

Samhengi hlutanna er viðfangsefni fyrstu getraunarinnar. Skoðið myndina vel hér að neðan. Til að sjá hana stærri er hægt að smella á myndina. Komið svo með ykkar svar um hvaða kubbur passar best í eyðuna. Þið getið skrifað svarið í athugasemdakerfið að neðan með smá rökstuðningi.

5 Comments:

Blogger Ragna said...

Sniðug hugmynd.
Ég myndi velja nr.2.eins og dæmið er sett upp hér, með eingöngu byggingum en ekki umhverfi, þó svo að ég ekki fylgjandi mjög háum byggingum. e
En með nr.2 skapast spennandi spenna og rythmi, en ekki eintóna stef ef nr.1 væri valið. Nr. 3 gæti komið til greina sem rýmismyndandi þáttur og því spennandi ef horft er til umhverfisins.

May 21, 2010 at 2:47:00 PM GMT+2

 
Blogger Unknown said...

Ég myndi kaupa húsið sem er til hægri við auða reitinn, fyrir opinbert fé, á ca. 480 milljónir og eyða svo stórfé í að gera það upp.

May 21, 2010 at 3:59:00 PM GMT+2

 
Blogger Olla said...

mmm...myndi velja númer 2... virðist vera þett byggð og þá má nú líka byggja á hæðina... og ef ég gef mér að litli kubburinn sé 2 hæðir þá er hái kubburinn svon a 6-7... ekki svo slæmt...svo myndi ég lita hann bleikan, hafa plötubúð neðst og gróðurhús efst :)

May 21, 2010 at 5:02:00 PM GMT+2

 
Anonymous Katla M. said...

Gefum okkur að getraunin sé staðsett á Íslandi.

Ég á íbúð í "háhýsi í Reykjavík og ég get fullvissað ykkur um að slík "háhýsi" virka illa í íslenskri veðráttu, þar sem há hús veiða niður sterkari vinda og mynda hvirfilbylji í kringum sig. Þar að auki er sól lágt á lofti á Íslandi (hæst um 46°) og skuggavarp því mikið - Ef stærðfræðin er ekki að bregðast mér verður skugginn af húsinu því jafn langur hæð hússins þegar hann er stystur.

Þótt ég sé fylgjandi þéttingu byggðar í Reykjavík, verð ég því að velja eitthvað í líkingu við númer 1) (eða þá númer 3) ef umhverfið og aðstæður biðja frekar um það).

Ps. Skemmtilegur grundvöllur fyrir umræðu af þessu tagi! Vona að það verði fleiri getraunir!

June 1, 2010 at 12:49:00 AM GMT+2

 
Blogger Bjarki Gunnar Halldórsson said...

Takk öllsömul fyrir þessar ágætu athugasemdir. Skemmtilegt að sjá að hægt sé að færa rök fyrir öllum valmöguleikunum. Hef lagt þessa þraut fyrir samnemendur í Listaháskólanum og einnig nemendur í Tækniskólanum en þar hafa þessir þrír valmöguleikar haft svipað fylgi. Þrautin er þó ekki búin og bráðum birtist önnur mynd.

June 7, 2010 at 5:58:00 PM GMT+2

 

Post a Comment

<< Home