Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Tuesday, March 03, 2009

Kosningavélar Sjálfstæðisflokksins eru komnar í gang

Arkitekt teiknar heilt hverfi eftir ákveðinni hugmyndafræði. Fólk flytur inn í húsin og líkar í fyrstu vel. Svo kemur á daginn að hlutirnir virka ekki sem skildi, fólk flytur úr húsunum og að lokum er hverfið tómt. Hvort fór úrskeiðis, hugmyndafræðin eða fólkið?

Svarið er augljóst: Hugmyndafræði arkitektsins klikkaði.

Á Íslandi varð bankahrun. Allt er komið í klúður. Sjálfstæðisflokkurinn segir að fólkið klikkaði en ekki hugmyndafræðin.

Ef þú ert sammála, merktu x við d.