Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Sunday, May 27, 2007

Arkitektónísk getraun


Skoðanir og hugmyndir hefur verið nóg af síðustu daga. Aftur á móti hef ég ekki haft tíma til að varpa þeim fram hér á bloggið. Nú er nefnilega vertíð í arkitektaskólanum og skil nálgast óðfluga. Skólaverkefnið mitt hefur sína hugmynd. Ætla þó ekki að fara út í hana hér. Þess í stað mun ég birta klippimynd úr verkefninu sem gefur hugmynd um hvað verkefnið gengur út á. Lesendur fá því tækifæri á að spreyta sig í athugasemdakerfinu að neðan, koma með túlkun á myndinni og þannig glöggva sig á hvað verkefnið gengur út á. Verðlaun, ekki af verri endanum, eru veitt fyrir bestu túlkunina.