Markmið þessarar blog-síðu er að ýta undir skemmtilega leiki í tengslum við arkitektúr, með menntun og fræðslu að leiðarljósi. Í athugasemdakerfi gefst gestum síðunnar kostur á að tjá skoðanir sínar og hugsanir, á skýran og skilmerkilegan hátt, þannig að til verði umræða á uppbyggilegum og jákvæðum nótum. Einnig eru gestir hvattir til að skissa lengra með myndir sem birtast á síðunni og senda ritstjóra sem hugsanlega birtir þær í kjölfarið. Njótið vel og gefið hugmyndafluginu lausan tauminn.

Thursday, May 20, 2010

Samhengi hlutanna

Þar sem þetta blog hefur legið í nokkrum dvala að undanförnu langar mig nú til að endurvekja það, þó með breyttu sniði. Áhersla er nú lögð á svokallaðar arkitektónískar getraunir sem ég tel að geti verið nýr vinkill á umræðu um arkitektúr og skipulagsmál hér á landi. Ég hef einu sinni prófað getraun af þessu tagi fyrir nokkrum árum á blogginu sem má sjá hér. Eins og sjá má kom nokkuð af skemmtilegum athugasemdum og er það von mín að svo verði áfram nú.

Samhengi hlutanna er viðfangsefni fyrstu getraunarinnar. Skoðið myndina vel hér að neðan. Til að sjá hana stærri er hægt að smella á myndina. Komið svo með ykkar svar um hvaða kubbur passar best í eyðuna. Þið getið skrifað svarið í athugasemdakerfið að neðan með smá rökstuðningi.