Furðulegt?
Það er komið haust þegar frétt eins og þessi http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1160846 kemur fram á sjónarviðið. Ungir sjálfstæðismenn að röfla hvor yfir öðrum. Senda svo út fréttatilkynningu og lýsa yfir furðu sinni! Síðan hvenær er baktjaldamakk orðið eitthvað furðufyrirbæri hjá þessu fólki? Svona lagað er jú orðinn árlegur viðburður. Og hvað ætlar þetta fólk, sem er að gefa út þessa yfirlýsingu, að gera í málunum? Það kemur nákvæmlega ekkert fram um það. Fyrir vikið er svo yfirlýsing gjörsamlega innihaldslaus.
Yfirlýsingin sem slík vekur ekki furðu mína. Frekar það hversu mikið af ungu og efnilegu fólki kastar tíma sínum á glæ með að standa í þessu stappi. Legg til að fólk eyði tíma sínum í að skoða aðeins heiminn. Þarna úti eru furðuverk af ýmsum toga sem eru mun áhugaverðari en þetta furðuverk sem heitir Sjálfstæðisflokkur.