Fyrsta bloggið
Þetta er fyrsta bloggið mitt, svo þetta er hálfvandræðalegt allt saman. En ég skrifa nú samt. Allt sem ég almennt geri í fyrsta skipti er frekar vandræðalegt. Meira að segja að skrifa blogg! En hér kemur fyrsta bloggið.
Kveðjubúð í kjörbúðinni
Núna í kvöld vorum við Edith (norska vinkona mín sem býr með mér) boðin í all sérstakt boð. Íraska konan sem afgreiðir i hverfisbúðinni var nefnilega að hætta og hélt hún þess vegna smá kveðjuhóf. Þar sem stór hluti námslána okkar fara í þessa líka snilldarbúð var okkur boðið. Við vitum reyndar ekki hvað konan heitir, hún veit heldur ekki hvað við heitum, hún kallar okkur bara "Island" og "Norge"! Hún hefur sínar skoðanir, ég drekk of mikinn bjór og "Norge" borðar of mikið nami.
Þegar við komum fengum við bjór og sjónvarpskökuna svokölluðu. Þarna voru samankomnir fastir kúnnar úr hverfinu og ættingjar frá Írak, inni á lager, og allt mjög einfalt og huggulegt. Íraska konan var hin glaðasta og fékk tár í augun við að þurfa að kveðja alla kúnnana. Rauða Ópalið, sem ég gaf henni, vakti líka lukku, og það var nóg til að gera mig glaðan.
Þessi litla, en glaðværa, uppákoma sýndi samfélagið í sinni bestu mynd. Í næst stærstu borg í Danmörku eru það útlendingarnir sem skapa gleði. Líka þegar ég hugsa út í það, þá er þetta eina folkið sem heilsar okkur í hverfinu og ér almennilegt(en við vorum kannski heldur ekki að skapa okku vinsældir með að halda innflutningsparty) hm? Nei, eitt innflutningsparty ætti ekki að skapa okkur óvinsældir. Leiðinlegt að segja það, en Danir eru ekki "ligeglad". Þeir væla yfir öllu og vilja, svona almennt, ekki hafa útlenginga í landinu sínu. Nei, fór bara eitthvað að pæla að á Íslandi er eitthvað sem heitir útlendingafrumvarp. Hm!
Nei málið hlýtur að vera að kíkja á björtu hliðarnar á útlendingum í vestrænum löndum. Þetta fólk, sem oft talar skemmtilega brogað mál, skapar einfaldlega gleði.
Annað
Nú er fyrsta bloggið búið. Ég veit ekki hver er tilgangurinn með því að ég skrifi blogg? Ég er náttúrulega langt á eftir öllum öðrum í að búa mér til blogg. Hef heldur aldrei verið mikið fyrir að skrifa, meira svona að teikna. En íraska kaupakonan á horninu á skilið að einhver þarna úti skrifi um hana á blogginu sínu.
2 Comments:
jáhh, hún á sko sannarlega skilið að um hana sér ritað, blessunin :) fallega gert af þér bjarkitekt....
einstaklega falleg saga líka :D
kv.áslaug
June 1, 2004 at 7:42:00 PM GMT+2
gleymdi samt einu = til lukku með bloggið :D
kv.ásl
June 1, 2004 at 7:43:00 PM GMT+2
Post a Comment
<< Home